Færsluflokkur: Bloggar

korn

í órafjarlægð
frá endimörkum ómælds alheims
liggur sannleikskorn
á meðal sanda

á ströndum sjávar
alls og ekkerts
glymur í gljáfri orða

þau bærast og hrærast
innan sem utan
djásn okkar allra

þar sem
undiralda vanans berst við
öldutoppa þroskans
stígur stormurinn dans

sjóbarin andlit barna
sem þroskann þunga bera
birtast í spegli sálar
sannleikanskornið smáa

sitthvað er hægt að segja
til að lýsa degi björtum
sólargeislans eina
og ósnertanlegar stjörnur

en að feta blindann sandinn
og finna kornið eina
er gleðin ein
sem ég vil eiga


Ólýsanleg lýsing

Ólýsanleg tilfinning
spennan sem stelur andanum
Ólýsanlegur tómleikinn
þegar værðin mig yfirgefur

Ólýsanlega lofandi
orðin sem sögð eru
Ólýsanlegur sársauki
hve tæmandi árin líða

Ólýsanlegt þakklæti
fyrir vængi ástarinnar
Ólýsanlega vongóð
um möguleika máttsins

Ólýsanlega óöruggur
unginn tekur á loft
Ólýsanleg hamingja
fljúgandi frjáls örninn


hugdetta að gjöf

Dagfarsprúður hugsunarháttur
með kurteisi færir mér gleði
eftirvænting í augum engils
fullkomnar óskina eina

vonin dansar í vindinum ljúfa
þakklát sólinni
fyrir brosið bjarta


vinur

aldrei ég gæti
með hugsandi mætti
mætt þínum
og mínum
tárum

með mínum sárum
og þínum árum
ég í augun
og sálina leit

ég veit og vil
á milli okkar bil
með traustsins
krafti
brúað get

ég trúi og veit
eftir í augun leit
eftir vetur vorsin
vin að eilífu
ég á

í sól og sundrung
í leynd og hindrun
ég á þig
í framtíðinni að

í gleð í eymd
ég segi og sanna
alltaf og aldrei
takk


Ferdinand og Delores

Angistin brýtur sér leið
inn að hjartarrótum
Sársaukinn togar í tárin
og ég missi andann um stund

Ég læt hugann reika
eitt dýrmætt augnablik
Ég brosi yfir ríkidæmi minninganna
sem hlýja mér í andartak
svo fell ég hratt
á steinsteyptan raunveruleikann
og brýt öll andleg bein

Ég þráði svo heitt
að laga öll ykkar mein
Ég þráði svo heitt
að stoppa tímann
Svo grét ég frá mér
tilfinninguna
um tækifærin öll

En tárin stoppuðu ekki neitt
tárin löguðu ekki neitt
þrátt fyrir
endurteknar bænir
og ákall til þeirra
sem eiga að hlusta
en þá heyrðist ekkert
í saklausri þögninni

Í móðu tára minna
ég sé móta fyrir þér
dökk augun blíð
hjartað góða og hreina
æðruleysið uppmálað
og brosið þitt bjartasta

Himnarnir gráta
í dag fyrir þig
dísin mín eina
svo viðkvæm og ljúf
íðilfögur og friðsæl
eins og titrandi lauf í vindi
eins og lambið ljúfa
þú komst með vorið með þér

Samstíga og samhuga
Skilyrðislaus ást
Svo tær sú tilfinning
Sem þið saman áttu
Frá vöggu til grafa
Alla leið
Saman ætíð, alltaf

Það syrgir mig því mest
að sjá ykkur bæði
uppgefin og þrotlaus
sem skuggar
af glaðværðum sálum

Þið biðjið um líkn
Hve einlæga sú bón er
sem er erfiðara að skilja
en ykkur að kveðja

Með lífið í höndum
með ykkur í fanginu
með tárin á andlitinu
friðsælu blómin mín
nú er ykkar haust

ég þakka ykkur
fyrir gleðina sem líf ykkar gaf mér

Yndin mín einu
mi corazón

Ferdinand 18.08.1995-21.04.2008
Delores 25.11.1996-21.04.2008


innblástur

að komast af
áhyggjulaus um sinn
leitar á mig
spurningin

Af hverju?

Tækifæri á
virðingu
gleði, ást
og hamingju

Af hverju eiga ekki allir
það sem allir eiga að eiga!

Það er erfitt
að elska
þegar það er
enginn eftir
til að elska

Elskaðu lífið
og það sem lífið
bíður upp á
áður en lífið
hverfur á braut

réttlæti
við eigum það öll
gefum af örlæti
minnumst
minninganna
um fegurðina
sem býr í hjörtum
okkar allra


augnabliks dans

Andadráttur milli
hláturs og gráturs
skrefið stutta milli
lífs og dauða

Augnaráð andans
hverfur í þokuna
fyrir handan

sólargeisladans
lyftir þoku frá þunga
augnabliks breyting

sól og blíða
í huga og haga
yfir andlit mitt
læðist örlítið
bros :)


í hæstu hæðir

ég hef mína tvo fætur
fasta á fallegri jörð
um leið og ég hef
virðulega vængi
til að hjálpa mér

svíf ein og með öðrum
í hæstu hæðir
því að ég veit
að ég á allt
sem ég þarf

ég hef trú
á mér
þér og öllum þeim
sem ekki eiga trú á
sjálfum sér

þá er leiðin upp
aðeins upp
því þar á ég
skilið að vera
rétt eins
og þú


tango

skugginn
leiðir birtuna
í losafullan tango

fallast í faðma
taka ástríðufull skref
en vita bæði
að neistinn er dauðadæmdur

svo fellur skugginn
fyrir myrkrinu svikula

......

með söknuð í huga
dregst skugginn
að birtunni
í myrkrinu

þar sem kertaljósið flöktir
eins og þjófur
um nótt

eiga skugginn og birtan
syndsamlegar stundir
uns birtan fellur
fyrir geislum sólarinnar


Vígaguðinn Þór

Ef ég skildi tilganginn
með veruleikans örum

Þá kæmi ekki
Tár
með hverju sári

Í tóminu þögula
ég íhuga svarið

Og ég veit það nú
og skil

Örlagans reglur
á herðum sínum bera
birtu mína og bros

En það er ég
sem
stjórna dansinum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband