korn

í órafjarlægð
frá endimörkum ómælds alheims
liggur sannleikskorn
á meðal sanda

á ströndum sjávar
alls og ekkerts
glymur í gljáfri orða

þau bærast og hrærast
innan sem utan
djásn okkar allra

þar sem
undiralda vanans berst við
öldutoppa þroskans
stígur stormurinn dans

sjóbarin andlit barna
sem þroskann þunga bera
birtast í spegli sálar
sannleikanskornið smáa

sitthvað er hægt að segja
til að lýsa degi björtum
sólargeislans eina
og ósnertanlegar stjörnur

en að feta blindann sandinn
og finna kornið eina
er gleðin ein
sem ég vil eiga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Skemmtilegt orðaval og athyglisverðar myndlíkingar, frábær lítill vorstúfur

Pétur Björn Jónsson, 10.6.2008 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband