Færsluflokkur: Ljóð

svo keimlíkt...

Lognið leikur við hvern sinn fingur
Bærist ekki báran við stein
Ljúfur andvarinn gælir við kinn
gætilega snertir og faðmar þig laust

Vindurinn er unglingur sem villtist af leið
upp og niður, til hliðar og frá
Grípur mig með sér og æsir upp
Stormurinn sveipast um og allir sjá
rífur í hár og lemur í veggi.

Eins og tilfinningar sem bærast um
innra með og ytra þá er vindurinn ætíð sá sami

í formi gleði eða sorgar
í formi logns eða storms
í formi hvers augnabliks sem senn líður!


......Hugleiðing....

Sólin skín í gegnum glerið sem aðskilur veruleik frá leik Stjörnur skína í augum fólks sem þora að dreyma Að eiga allt að geta allt er að drayma sína eigin drauma og þora að trúa og reyna Og aldrei gefast upp..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband