Færsluflokkur: Bloggar
vorstúfur
16.3.2008 | 11:19
eins og blóm
að vori
sólin gefur mér
það líf
er veturinn
af mér tók
eins og sandur
sahara
þyrstir mig
í hitann
er hjartalag
þitt
um mína hugsun
hertekur
tekur svo vorið
viðkvæma
létt í fang
og
það gæli ég við
með brosinu
og taktinum
er lífið mig
blessaði með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
taug
5.3.2008 | 20:37
Hugurinn teflir
fram tugþrautar
lausnum
við vandamálum
valdra hugmynda
Orð án hljóða
stafir á blaði
hvítu
tjáning á
hugmynd
í huga
og hreyfingu
andanns
svo anda ég frá mér!
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
A Glory Story
3.3.2008 | 00:43
I don't have that kind of story
Full of happiness and glory
I would like to tell you what I had
But I know, it would make you feel sad
Imagine being trapped in a cage
Instead of laughter, filled of rage
I wasn't there, nowhere not even here
Instead I thought about something in me to tear
It's like your mind is discriminated
Being shown and demonstrated
I could say to myself that I really want more
But it would sound like a cheap metaphor
I want to stand up and say to you all
But I am blind and I am facing the wall
We can't control it
But it is really something
And that's what destiny is
Var að skoða eitthvað gamalt dót, ég var greinilega reiður unglingur á sínum tíma! Gott að maður hefur eitthvað þróast og róast með tímanum:) En gaman að segja frá því að þetta var eitt fyrsta ljóðið mitt á ensku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
saltbragð
2.3.2008 | 22:34
vorið kitlar mig
og ég hlæ svo innilega
veðrið horfir á mig
og ég horfi til baka
ég dansa við sólina
svo hverf ég í skýin
ég sameinast dropunum
í rigningunni
ég féll til jarðar
en ég finn ekki til
ég er dropinn í auga þínu
ég er tárið þitt
&
ég er saltið í sjónum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
heiðarleiki
2.3.2008 | 16:47
Fögur er fjöður
í fuglsins hatti
frábrugðin hver
frá hvor annarri
Þytur þagnarinnar
þolimóður syngur
þögul sagan
hver sannarri
Munur megins
á mannsins mætti
Hvers er hann megnugur,
er hann hætti?
Líkamlegar sálarflækjur
sorgar og sársauka
syrgjum einfaldleikann,
mér til lífsauka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mar-grét
25.2.2008 | 19:16
Þögul og þögnuð tárin
hafið grét og perlan fæddist
úr sorg fæðist gleði
og fegurðin brosir breitt
Í árdagsroða
fæðist sólin á ný
og gefur okkur tækifæri
á að sjá og trúa
Á örlaganna leið
sjáum við myndir
af spurningum
svo teiknum við svörin
í sandinn og skýin
og vonum að vindurinn
hvísli svarinu til mín
og hjartað viti
að allt er hægt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ástandið
24.2.2008 | 21:32
Vindur hvæsir með hvassri tungu
í grimmum gaddi, þau öll sungu
orðaslagur í öllu sínu veldi
um jarðar kviku í ísins eldi
Rökkurveggir rjóðrar nætur
rugga deginum í djúpann drunga
vonin er hér og draumurinn sætur
blindaður af vindsins þunga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afmælisljóðið, til allra afmælisbarna, alla daga.
18.2.2008 | 13:14
Taumlaus, tindrandi
Táknrænn og töfrandi
Teljandi tímanns ár
Fögur, flæðandi
fagnandi og fræðandi
fljúga þau árin hjá
Dagar og vikur
mánuðir og ár
tækifærin öll til að brosa
Sólin og tunglið
stjörnurnar og skýin
til staðar í dag fyrir þig
Til hamingju með afmælið
þá og nú
og afmælin öll
sem ókomin eru enn.
Bloggar | Breytt 15.5.2008 kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
tveir hvítir svanir
16.2.2008 | 19:50
tveir hvítir svanir
fljúga saman á brott
tveir hvítir svanir
fljúga burtu um nótt
veður og vindar
fjarlægðir og fól
lognið og stormurinn
gleðin og sól
tveir hvítir svanir
fljúga saman á brott
tveir hvítir svanir
fljúga burtu um nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alfonso
14.2.2008 | 15:35
Lygni aftur augunum
þegar komið er að
fallinu
frá fræinu
Blómið svo viðkvæmt
veður og vindar
fyrir öllu og engu
skin og skúrir
sól og logn
sem ber við
sólarupprás
og sólsetrið bleika
Svefn
langþráður friður
frá skarkala
skynlausra
Friður
og fallegu augun
með skilning í hjarta
sem fáir skildu
Með þökk í hjarta
með ást og virðingu
í lófa, í þófa
þolimæði og trú
óendanlega von
Hann veit og skilur
Takk hann segir
árin öll og lífið
og gjöfina sem
enginn gaf betur
Lygnir aftur augunum
leggur
sál við sál
og tekst á við
seinasta ferðalagið
Takk við segjum
fyrir brúnu augun
sem við aldrei
gleymum.
Alfonso
23.11.1999
07.09.2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)