Færsluflokkur: Bloggar

Möguleikarnir

Stundum er þessi möguleiki í lífinu ad þetta allt gæti gengi upp
En svo er það bara þannig að þú vaknar yfirleitt af slíkum draumum.
En það er svo gott að láta sig dreyma.

Geng hlið við hlið við lifið sjálft
Ég bíð bara eftir því að rekast á það.
Ég get ekki beðið eftir því,
Að sjá það, snerta það,
Hvernig veit ég að það er lífið?

Ég held að ég viti það ekki
Ég held að enginn viti það
Ég held að vid rekumst a lífið
Í lífsins göngu á móts vid lífisns þrár

Í draumum,
Þá sé ég að lífið er ósnertanlegt.
Lífið er ég.
Það lifir í stoltri sálu manneskju
Sem getur brosað og grátið

Ósnertanlegt eins og ég
Því ég er bara einfalt lítið tár
Í lífsins hafi af manneskjum
Sem mynda lífsins keðju
Sem sumir kalla mannkyn


..hefur þú séð Engla

Engill....

Hefur þú séð Engla?
Það hef ég!

Með opinn faðm sem hlýjar,
Hjartað sem dreifir ást.
Kaldhæðni sem kitlar
Og með skynsemi sem bendir á

Hleypir mér undir væng sinn
Verndandi fyrir raunveruleik
Brosandi tekst á við allt
Svo brothætt en samt svo sterk

Viljinn er þar, þú veist það best
Viljinn er vopnið sem þú notar að vild
Þrjóskan þín ótrúleg,
Meira en okkar allra

Lært hefur af lífinu
Veit svo miklu meira en ég
Með ást sinni og kærleika
Situr mér hjá og kennir

Er til engill í mannana mynd
Trúir þú á þá sem trúa á þig
Líf þitt snertir okkur öll
Ást okkar allra er sem ein.

Hefur þú séð engla
Það verður að vera
Þú hlýtur að þekkja þína eigin spegilmynd


Dökka hliðin

Í tunglskins bjartri nóttu
þar stend ég
Dansandi við eigin skugga
í augnabliki miðnættis

Í dal efans
þar geng ég
brotnar herðar
undan þungum áhyggjum
lífsins.

Hvergi í einskinslandi
þar er ég
föst í vef hugans
Dropapollar táranna
í stríði við hugsanir

Þar sem stjörnurnar villtar
falla úr himnanna faðmlagi

Þar stend ég og geng áfram og held áfram að vera


... og umfram allt, JÁKVÆTT HUGARFAR!

Núna undanfarið hef ég mikið verið að hugsa um jákvætt hugarfar. Það er alveg ótrúlegt hvað það breytir því hvernig maður lítur á lífið með því að hugsa jákvætt. Hljómar eins og ég hafi verið neikvæðasta manneskjan norðan Alpafjalla, en í raun var ég venjulegur íslendingur sem var fastur í þessu lífsgæðakapphlaupi sem er gjörsamlega að fara með okkur! En meðvitað að hugsa jákvætt getur breytt í raun lífsmynstir okkar mannanna!
Ég þekki nokkrar manneskjur sem eru einfaldlega bara neikvæðar. Þær horfa á hluti og sjá bara neikvæðu hliðina, svara neikvætt og trúa því statt og stöðugt að jákvæðir hlutir geta einfaldlega ekki gerst fyrir sig. Og mér finnst það svo sorglegt, því þær manneskjur sem hugsa jákvætt, lenda einfaldega ekki í öllum þessum vandamálum og finna ekki fyrir öllu þessu stressi sem neikvæði hópurinn er alltaf að kvarta undan. Ef þú lítur neikvætt á lífið, þá lifir þú neikvætt og færð allt neikvætt til baka í þig. Ef þú hugsar jákvætt, þá sérðu alla þessa fallegu jákvæðu punkta í lífinu og gleðilegir hlutir gerast. Lífið einfaldast og verður svo miklu auðveldar því þú tekst á við öll vandamál með því hugafari að leysa þau á einfaldan hátt og láta þér og öðrum í kringum þig líða vel.
Að hugsa jákvætt er í raun svo einfalt og svo yndislega gott fyrir sálina. í fyrsta lagi er það skemmtilegast í öllum heiminum að þegar manneskja er að reyna pikka upp rifrildi og er í svakalega niðurdrepandi skapi, að svara öllu á jákvæðan hátt og sjá bara jákvætt. Ég er ekki að ljúga, það getur verið ansi erfitt þegar hinn aðilinn er að gera allt í sínu valdi til að þetta virka ekki, en á endanum endar rifrildið í gleði með brosi og hlátri í stað gráturs og gnístur tanna! í öðru lagi þá líður þér betur. Þú sérð þetta góða í öllum, vinirnir verða skemmtilegri, lífið verður auðveldara og þegar erfiðleikar steðja að þá tekst maður á við þá skipulega og leggur sig í líma að verða jákvæður aftur.

Ég einfaldlega mæli með því að hugsa jákvætt.. Reynið þið það, það er yndislegt. Fyrst þarf maður að hugsa rosalega mikið um það að vera hugsa jákvætt en hægt og rólega verður þetta way of life og lífið mun taka ótvíræðum miklum breytingum:)

þangað til næst
steinunncamilla


svo keimlíkt...

Lognið leikur við hvern sinn fingur
Bærist ekki báran við stein
Ljúfur andvarinn gælir við kinn
gætilega snertir og faðmar þig laust

Vindurinn er unglingur sem villtist af leið
upp og niður, til hliðar og frá
Grípur mig með sér og æsir upp
Stormurinn sveipast um og allir sjá
rífur í hár og lemur í veggi.

Eins og tilfinningar sem bærast um
innra með og ytra þá er vindurinn ætíð sá sami

í formi gleði eða sorgar
í formi logns eða storms
í formi hvers augnabliks sem senn líður!


lífið, fortíð og framtíð.

Ég er ein af þessum manneskjum sem hef alveg frekar mikið að segja, sem er fallega orðað þegar ég er í raun að segja að ég tala frekar mikið.... Mér finnst gott að deila skoðunum mínum og fá að vita hvað öðrum finnst. Ef ég veit eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega merkilegt, þá deili ég því (að sjálfsögðu ekki leyndarmálum annarra, bara það sem almennt telst merkilegt) með fólki sem vill hlusta. Mér finnst merkilegt að vita hvernig fólk metur lífið og finnst fátt betra en að hlusta á það hvað fólk vill gera þegar það verður "stórt". Hver eru markmiðin og draumar... því að mínu mati verðum við aldrei stór og markmið og draumar eiga alltaf að vera til staðar. Hvað er betra en að ná einhverjum markmiðum, að ná að lifa drauminn sinn og um leið elska barnið í sjálfum sér og nánunganum.
Mistök eru gerð og munu vera gerð í framtíðinni. Mannkynssagan í heild sinni er frásögn af því þegar við sigrumst á erfiðleikum og gerum mistök og lærum af þeim. Mér var plantað á þessa plánetu, á þessum tíma, á þessu landi, með þann tilganga að læra af mistökum annarra og leyfa öðrum að læra af mínum og ég er engin Jesú, ég er bara ég. En þannig er lífð, við eigum að vera lærandi frá því við drögum fyrst andann, þangað til að sálin ákveður að nú sé tími til að yfirgefa farartækið okkar sem er líkaminn. Með því að tala mikið og læra mikið, þá bærast innra miklar tilfinningar, góðar, slæmar, furðulegar... mest þó góðar. Mér finnst leiðinlegast að vera hörundssár og ekki get ég neitað því að það getur gerst. Sérstaklega þegar ég tala mikið og vill vita allt. Maður er nú mannlegur eftir allt saman. Stundum getur stoltið verið fyrir manni, sérstaklega þegar maður ætlar að vera ýkt klár, en kemur út sem algjör kjáni. En öðru fremur og þrátt fyrir allt, þá finnst mér yndislegast að rökræða um lífið okkar og tilveruna.

þangað til næst
steinunncamilla


......Hugleiðing....

Sólin skín í gegnum glerið sem aðskilur veruleik frá leik Stjörnur skína í augum fólks sem þora að dreyma Að eiga allt að geta allt er að drayma sína eigin drauma og þora að trúa og reyna Og aldrei gefast upp..

og guð sagði verði ljós...

Held að það hafi verið eitthvað í þá áttina.. þegar byrjunin átti sér stað... trúi reyndar ekki á að jörðin hafi orðið til á 7 dögum... en hei.. ég myndi örugglega trúa því ef ég væri uppi fyrir 2000árum og hefði ekki eytt 80% af ævinni inni í skóla að læra um mistök mannanna, lífið sjálft og allt hitt (eiginlega mest allt sem er í síðast nefnda flokknum)

Ég hef ekki hugmynd af hverju ég er að blogga, finnst eiginlega frekar fyndið að ég sé að því. Hef prófað þetta allt saman, nú seinast myspace.. kannski endist ég hér... hef eiginlega ekki hugmynd um það...

allavega

þangað til næst, sem ég hef ekki hugmynd um hvenær verður..

steina


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband