Færsluflokkur: Bloggar

The Landlord...The good cop, bad cop....

Ég dýrka Will Farrell (og Pearl..)... þetta er of fyndið

 

http://funnyordie.com/videos/74

http://www.funnyordie.com/videos/33f2687080


Stefjahreimur

1.
Frá geimi ljóss og lífs og hljóms
að lífsins kjarna bylgjur falla
sem skákar ilms af blöðum blóms
er barmi að eigin vörum halla
sem bergrödd, er sig hrópar heim
sem himindögg í jarðareim
er jurtir aftur að sér kalla

- - - -

8.
Mitt verk er, er ég fell og fer
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið
mín söngvabrot, sem býð ég þér
eitt blað í ljóðasveig þinn vafið
en innsta hræring hugar míns
hún hverfa skal við upphaf síns
sem báran - endurheimt í hafið.

- - - -

Brot úr einu af mínum uppáhalds ljóðum, eftir eitt merkasta skáld Íslands, Einar Benediktsson.
Ljóðið Stefjahreimur, úr Ljóðmæli II (MCMXLV)

:)


sólarflóð

Er himininn grætur, er skýin hylja
Jörð í dvala og leiðir skylja
Sólin berst við drunga leiðan
skín í gegnum skýjatár
Skín á sálir og brosið blómstrar
Ástin berst heitt í hjarta
með hækkandi sól, líðandi vetri
Sorgmæddar sálir sólina sjá
Sólin er raunmæddra mein


Dansandi lygasaga um dreng...


Þú stóðst þarna í ljósinu
Brosandi og flottur
Þetta hlaut að vera ímyndun
Þú varst bara of góður

Við dönsuðum saman
Alla nóttina, nær og nær
Við hvísluðumst á
Og kannski meira
Þú leiddir mig áfram

Ég vaknaði ein
Ég bölvaði mér
Þú skrifaðir bréf
Ég hló og ég grét

Þú skrifaðir nafn
Það var ekki þitt
Þú gleymdir númerinu
Og þú baðst ekki um mitt

Þetta var allt satt
Ég fattaði það strax
Þú varst allt of góður
Til að vera í raun til

Svo sá ég þig aftur
Allt of sætur
Allt of flottur
Dansandi, talandi
Vissir ekki neitt

Við dönsuðum saman
Alla nóttina, nær og nær
Við hvísluðumst á
Og kannski meira
Ég leiddi þig áfram

Ég vaknaði á undan
Og skrifaði bréf
Þakkaði fyrir mig
Hló og svo ég fór

Ég skrifaði nafnið
Ég skrifaði númerið
þakkaði fyrir lygina
Þú varst ekki það góður

Allir geta leikið
Allir geta lært
Ég skal sko segja þér
Það var ég sem var góð
Of góð fyrir kjána eins og þig

(annað gamalt síðan ágúst 2005)


Frjáls eins og fuglinn

Ég vildi
Að ég gæti
Bara verið frjáls
Bara gert það sem ég vil
Verið sú sem ég vil

Ég vildi
Að ég gæti
Bara komið, farið
Bara gert það sem ég vil
Þegar ég vil

Ég óska
Að ég gæti
Ekki hugsað
Engin leyndarmál
Bara verið venjuleg
Verið alveg eins og þú

freistandi að lifa
Lífið er svo ómótstæðilegt
erfitt að hugsa
Lífið er svo óútreiknalega flókið
get ég breytt því?
Er hægt að einfalda hlutina?
Með því að vera
Venjuleg?

Ég vildi
Að ég gæti
Bara verið frjáls
Bara gert það sem ég vil
Verið sú sem ég vil

Ég vildi
Að ég gæti
Bara komið, farið
Bara gert það sem ég vi
Þegar ég vil

Ég bara óska....


Sólarneisti

Í litlum glugga
Situr einmanna sál
Úr spegli sálar
Leikur lítið tár

Hvar er ástin
Hvar er hamingjan núna
Hvert fór hún
Skilur eftir sár
Skilur ekki neitt

Sólargeisli kom
Og kitlaði brosið mitt
Kveikti bál í brjósti mér
Hjarta mitt það berst
Eins og þúsund manna her

Komdu aftur
Komdu aftur til mín
Komdu aftur
Láttu hjartað slá af ást
Strax frá byrjun
Mitt hjarta átti hann
Mína sál, mína hugsun
Bara allt

Áttum ástina
Engri lík
Áttum himinn, jörð
Og allar stjörnurnar
Allt var okkar

En allt er ekkert nú
Einn koss kveikir neista
Sem aldrei fer
Bálið kviknar
Og aldrei deyr

Sólargeisli kom
Og kitlaði brosið mitt
Kveikti bál í brjósti mér
Hjarta mitt það berst
Eins og þúsund manna her
Þegar hann snertir mig

Enginn her, ekkert neistaflug allt farið
Útbrunnið
Enginn eldur í hjarta lengur
Þú ert ekki lengur hér.
Við erum ekki lengur á sama stað.

----
(Eitt gamalt og gott, er síðan sumarið 2004)


Lífsins Last og Lystisemdir.. skoðanafrelsi okkar á því...

Réttur manna til að hafa skoðanir er yndislegur og bráðnausynlegur. Í hverskonar heimi byggjum við ef allir hefðu sömu skoðanir. En ég er líka orðin ansi þreytt á því að ef þú kemur með skoðun á hinu eða þessu ert allt í einu orðinn hatrammur andstæðingur þeirra sem hafa aðrar skoðanir. Ég er ekki þannig. Ég skil það ekki þegar fólk bregst þannig við. Í eilífðri vörn og að bregðast neikvætt við hverju sem er. Það er svo slítandi og leiðinlegt, að fyrirfram ákveða að allt sé slæmt. Ég er alin upp við að bera virðingu fyrir öllu, öllum og allra manna skoðunum. Ég hef skoðun, en ég vil líka fá að heyra skoðun annarra og finnst það bara sanngjarnt að fólk virði náungann, fyrir hvað hann stendur og hvað hann hefur í raun að segja. 

Ég lendi oft í því að fólk finni það hjá sér að ákveða fyrirfram hvað sé á milli línanna í því sem ég segi eða skrifa, eða bara í því sem ég geri. Sem er að vissu leiti frekar fyndið en getur oft á tíðum leiðinlegt. Því engum finnst gaman að vera misskilin eða mistúlkuð og sérstaklega ekki að vera misskilinneða mistúlkuð viljandi.

En hvað um það. Ég vildi bara koma þessu á framfæri og segi bara MAKE LOVE NOT WAR. Tilgangslaust að vera pirraður og reiður yfir einhverju sem litlar líkur eru að muni breytast í nánustu framtíð. Vona bara að fólki sjái jákvæða punktinn í þessu öllu saman.

Bottom line, mér finnst gott og gaman að rökræða um lífsins last og lystisemdir.

og hei.....Það eiga öll dýrin í skóginum að vera vinirSmile 

 


Litur Takts Í Lífi

Verðum að passa
að týna ekki taktinum
Verðum að muna
að elska okkur sjálf
Litur þess lífs
sem við eigum aðeins nú og aðeins eitt.

Kyrrð og ró
í hjarta og sál
með gleði í huga
við áfram höldum
lögmál þess lífs
sem við lifum nú
Er að elska og vera elskuð umfram allt

Meðvitaðar tilfinningar
segja mér eitt
Auðga skal andann
til að efla okkar þroska
til að lifa og elska
bæði mig og þig, bæði nú og þá

Þú gerir eitt nú
þú gerðir annað þá
Fortíðin var..

Augnablik

..sem nú er liðið
orðið að framtíð og fortíð
í einu augnabliki.


Blindflug


Veistu!
Hvernig það er,
Að ekki sjá.
Að líta ekki lífið
Í ljósi.

Að sjá ekki birtuna
Sólina og skýin
Að sjá ekki daginn
Í ljósi.

Blindflug!
Það er það eina
Sem ég sé.
Blindflug!
Það er það eina
Sem lífið lætur eftir mér
Blindflug!
Það er það eina
Sem ég lifi eftir
Í mínum eigin veruleik.

Veistu!
Hvernig það er
Að sjá í raun
Sannleikann um lífið
Í ljósi

Að sjá fólkið
Sem býr bak við andlitin
Að sjá sálin sjálfa
Í ljósi

Ekki margir trúa því
Að ljósið leynist hér
Að það leynist innra með mér
Ekki margir trúa því
Að að ég sjái þig
Alveg eins og þú sérð mig.
Eins og þú sérð mig
Í ljósi

Blindflug!
Það er það eina
Sem ég sé.
Blindflug!
Það er það eina
Sem lífið lætur eftir mér
Blindflug!
Það er það eina
Sem ég lifi eftir
Í mínum eigin veruleik.


Skrifað í stein...


Ég fékk þessa sögu í tölvupósti frá systur minni, henni Rósu og ég verð að segja að þessi einfalda saga segir manni í raun að koma fram við fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig og umfram allt hugsa jákvætt og hugsa einnig um fólkið í kringum okkur:)

SKRIFAÐ Í STEIN

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni
fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann.
Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn;
" Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!" Þeir gengu áfram
þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn
sem hafði orðið fyrir kjaftshögginu var nærri drukknaður, en var
bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í
stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN".
Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum
spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar
þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér
eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur
fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér
eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur
eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA
HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"! Það er sagt að það taki mann eina mínútu
að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn
dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.
Sendu þessa sögu til manneskja sem þú gleymir aldrei, og mundu að
senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins,
þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir
gleymt vinum þínum.

"GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA - OG EIGÐU GÓÐAN DAG!"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband