Færsluflokkur: Bloggar

11:oo - 12:oo

Vitund sjálfsins vaknar
ég drega andann
og lifi
tek eitt spor
til hliðar
spegla mig í birtudansi
saman í valsi
prófa eitthvað nýtt
og öðruvísi
það er harmur að breyta
en gleðin er
í framtíð
í því sem enginn veit
óræð öskur hjartans
í flögrandi í mér
hugsunin
að geta og gera
eitthvað svo allt öðruvísi
en það sem var
marglitt lífið
lætur mig brosa

Ég held áfram að vinna!


1o:oo - 11:oo

að sjá og heyra
að vera á staðnum
allt án þess
að raunverulega vera þar
ylja mér í athvarfi hugans
fjarri veraldleika
þykjustuleik afleiðinga girndar
vitundin tóm
vegna alls
sem allir vilja
vinna, vinna, vinna
Til hvers?
koffínið dregur andann
kitlar adrenalínið
og dregur mig áfram

Ég fæ mér kaffi.


o9.oo -1o:oo

Staðnæmist andartak
...
dreg djúpt andann
held af stað
í hringamiðju streituvaldsins
óreiða samfélagsins
staðföst til staðar
yfirtekur jákvæðnina
skarkalinn allur
Ég gleymi mér
í umferð hugans
í eigin hugarheimi
enduruppgötvun
á því sem togar í
það sem verður að gera
ég er ég
ánægð og glöð
sátt en leið
en set upp það sem aðrir sjá
og aðrir halda
litbrigði harms
aldrei fara
en ómur og birtudans
verður mín gríma í dag

Ég fer í vinnunna!


...lífið...

Lífið er yndislegt.

Vildi bara deila gleði minni með ykkur. Ég er búin að eiga yndislega undanfarna daga. Afmælið mitt (takk fyrir skemmtilegu kveðjurnar), matarboð, veðrið algjört æði, giftingin hennar Emilíu og svo er ég að fara út á land og ætla njóta náttúrunnar og lífsins:)

Ég held áfram með ljóðaseríuna mína "24klst" í næstu viku:)

knús og kram og þangað til þá
:)


o8:oo - o9:oo

Spegilmynd sem við mér blasir
er þetta ég?
æst óreiðan
hugurinn eða hárið?
sami hluturinn
ég greiði úr flækjum
öllum
inntak allra lista
blæfagur leyndardómur fegurðar
leynist mér enn
Spegilmyndin starir til baka
segir mér að þegja
firring
segir mér að ég sé meira
en flóki
handan við hárið
og huga

Ég tek mig til!


o7:oo - o8:oo

Endurvaktar orðaræður
hljóma í hugarfylgsnum
hugans
draumar næturinnar
um gleði
og sorgir
griðarstaður væntinga
til lífs
til framtíðar og eigin getu
togstreita, þreyta og loforð
dreg mig af stað
að takast á við
lífið
þennan dag
takast á við það
sem ekki er orðið

Ég fer á fætur!


o6:oo - o7:oo

Það brakar í vindinum
þegar hann vaknar
síkvikur andvarinn
teygir úr sér
upphafið að iðjuleysi
eða truflunum lífsins
áhyggjum
griðarstaður lífsins
í hugarheimi morguns
þegar geislar sólar
teygja sig og snerta
finn ég andadrátt
nýs dags
leika við augnlokin

Ég vakna!


orðaóreiða

....

ég staðnæmist andartak
æst óreiðan innra með mér
gárar yfirborð sálarinnar
ég hugsa með mér
að skarkali heimsins
er ekkert
miða við hávaða hugans

ég berst við lýsingaorðin
sem segja mér hver ég er
veraldarhaf orða
fyllir vitund mína
af því sem ég vissi

en vildi ekki trúa


Fúsi Fluga...

Lítil fluga sat á vegg

Vildi sjá og heyra

Kannski bara vera til

Sjá okkur og deyja

 

Fúsi sá og heyrði allt

gerði ekkert annað

Vildi vera meira en það

en kramin lítil klessa

 

Ekki varð sú saga löng

Af Fúsa litla flugu

Vildi bara sjá og heyra

og horfa á okkur deyja


Skotin


Þó að árin séu löng
Og tárin æði ströng
Ég gef þér að kynna
Mína einu sönnu ást

Farir mínar ekki sléttar
Því hugrekki og styrk ég þurfti
Til þess eins
Að ná í þig

Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig

Ég græt þig í myrkri
Er stjörnur skína bjart
Ég kyssi þig í ljósi
Er sólin geislum baða

Og því bið ég þig nú
Að elska mig á móti
Og að ég verði sú
Sem þú elskar öll þessi ár

Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig

Hjarta mitt á fati ég býð þér
Með sál mín og hugsun
Allt mitt er þitt.

Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig

Var að taka til í geymslunni hjá mér og fór þá í gegnum allt skóladótið mitt úr verzló. Fann þar íslensku stílabókina mína og rakst á þetta ljóð sem ég samdi í mars 2001...
Eitt af fáum ljóðum eftir mig sjálfa sem mér finnst svoldið ágætt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband