vorstúfur

eins og blóm
að vori
sólin gefur mér
það líf
er veturinn
af mér tók

eins og sandur
sahara
þyrstir mig
í hitann
er hjartalag
þitt
um mína hugsun
hertekur

tekur svo vorið
viðkvæma
létt í fang
og
það gæli ég við
með brosinu
og taktinum
er lífið mig
blessaði með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa á sunnudegi svo fagurt vorljóð

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl frænka, ég var að biðja þig um að samþyggja þig sem bloggvin en þú þekkir mig trúlega ekki neitt en pabbi þinn gerir það , eg tala nú ekki um ef þú talar um Guðmund frá Birgisvík. Ég vona að við verðum bloggvinir.

Ég er sammála Elfari Loga hvað ljóðin varðar.

Góð kveðja,

Elísabet. 

Elísabet Sigmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:35

3 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband