Morguninn

Tunglið gælir við morguninn
kveður og hneigir sig
um leið
og sólin á í hatrömmu stríði
við síðustu daggardropa næturinnar

Dimman hylur sólina um stund
eins og blindum er hulin sýn
sem ekkert annað þekkir

Svartasta myrkrið,
sem kemur alltaf fyrst í mark
fellur fyrir
björtustu birtunni

Við fögnum öll
því nýja
því bjarta
því hlýja
Við fögnum öll
deginum
og kveðjum nóttina

brosandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 23.11.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband