Ferdinand og Delores
21.4.2008 | 17:47
Angistin brýtur sér leið
inn að hjartarrótum
Sársaukinn togar í tárin
og ég missi andann um stund
Ég læt hugann reika
eitt dýrmætt augnablik
Ég brosi yfir ríkidæmi minninganna
sem hlýja mér í andartak
svo fell ég hratt
á steinsteyptan raunveruleikann
og brýt öll andleg bein
Ég þráði svo heitt
að laga öll ykkar mein
Ég þráði svo heitt
að stoppa tímann
Svo grét ég frá mér
tilfinninguna
um tækifærin öll
En tárin stoppuðu ekki neitt
tárin löguðu ekki neitt
þrátt fyrir
endurteknar bænir
og ákall til þeirra
sem eiga að hlusta
en þá heyrðist ekkert
í saklausri þögninni
Í móðu tára minna
ég sé móta fyrir þér
dökk augun blíð
hjartað góða og hreina
æðruleysið uppmálað
og brosið þitt bjartasta
Himnarnir gráta
í dag fyrir þig
dísin mín eina
svo viðkvæm og ljúf
íðilfögur og friðsæl
eins og titrandi lauf í vindi
eins og lambið ljúfa
þú komst með vorið með þér
Samstíga og samhuga
Skilyrðislaus ást
Svo tær sú tilfinning
Sem þið saman áttu
Frá vöggu til grafa
Alla leið
Saman ætíð, alltaf
Það syrgir mig því mest
að sjá ykkur bæði
uppgefin og þrotlaus
sem skuggar
af glaðværðum sálum
Þið biðjið um líkn
Hve einlæga sú bón er
sem er erfiðara að skilja
en ykkur að kveðja
Með lífið í höndum
með ykkur í fanginu
með tárin á andlitinu
friðsælu blómin mín
nú er ykkar haust
ég þakka ykkur
fyrir gleðina sem líf ykkar gaf mér
Yndin mín einu
mi corazón
Ferdinand 18.08.1995-21.04.2008
Delores 25.11.1996-21.04.2008
Athugasemdir
Elsku Steinunn okkar Þetta er dásamlega fallegt ljóð um vinina okkar sem við kvöddum í gær og sýnir og sannar að þú ert að verða fullþroska listamaður á ljóðræna vísu mamma og pabbi
Sigurdur G. Steinthorsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:31
Ótrúlega fallegt sem hjá þér elsku Steinunn. Ferdinand og Delores gáfu okkur mikla gleði og ást á lífsleið sinni, margar góðar minningar sem lifa áfram. Takk fyrir að skrifa svona fallega um þau. Kveðja Berglind systir.
Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:01
Kæra Steinunn og fjölskylda.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra vegna fráfalls Ferdinands og Deloresar.
Fallegt og hjartnæmt ljóðið þitt.
Kærar kveðjur Auður, Geiri, Auður Sif og voffar.
Auður Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:18
Elsku Steinunn.
Ástarþakkir fyrir þetta fallega ljóð um okkar elskulegu fjórfættu vini sem veittu okkur ómælda gleði í tæp 13 ár. Ég veit einnig að þetta hefur verið ansi erfitt ferli fyrir þig að ganga í gegnum með þau tvö, sérstaklega Ferdinand sem þú tókst undir þinn vendarvæng og þjálfaðir upp eftir erfiða dvöl í Hrísey og náðir frábærum árangri með hann. Þið tvö vissuð alltaf hvað annað ykkar hugsaði, og á hundasýningum sýndir þú þau bæði með frábærum árangri sem við öll eigum góðar og fallegar minningar um. Ferdinad og Delores voru alltaf sama, á sýningum sem og heima þar sem þau vildu helst kúra sem næst hvort öðru. Þessi síðasti dagur þeirra saman var dagur sem aldrei gleymist. Blessuð sé minnig þeirra. Love mamma
kristjana Ólafsdótir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:10
Ofboðslega fallegt ljóðið þitt Steinunn mín!
Þú og yndislega fjölskyldan þín eigið samúð mína alla!
Ég get rétt ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt enda þú og Ferdinand glæsilegt team!
Bestu kveðjur og knús,
Anna Francesca
Anna Francesca Rosudottir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:47
Innlitskvitt
Góða helgiLovísa , 24.5.2008 kl. 11:46
Sæl, Steinunn
Helga heiti ég og er vefsíðustjóri Tíbet Spaniel deildarinnar. Mamma þín benti mér á síðuna þína og ljóðið sem þú skrifaðir og ég var að velta því fyrir mér hvort ég mætti setja þetta fallega ljóð inná deildarsíðuna. Er að útbúa þar þráð sem heitir minningar.
Endilega láttu mig vita
Samúðarkveðjur,
Helga
Helga Kolbeinsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.