Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
svo keimlíkt...
13.6.2007 | 14:53
Lognið leikur við hvern sinn fingur
Bærist ekki báran við stein
Ljúfur andvarinn gælir við kinn
gætilega snertir og faðmar þig laust
Vindurinn er unglingur sem villtist af leið
upp og niður, til hliðar og frá
Grípur mig með sér og æsir upp
Stormurinn sveipast um og allir sjá
rífur í hár og lemur í veggi.
Eins og tilfinningar sem bærast um
innra með og ytra þá er vindurinn ætíð sá sami
í formi gleði eða sorgar
í formi logns eða storms
í formi hvers augnabliks sem senn líður!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.6.2007 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lífið, fortíð og framtíð.
13.6.2007 | 12:06
Ég er ein af þessum manneskjum sem hef alveg frekar mikið að segja, sem er fallega orðað þegar ég er í raun að segja að ég tala frekar mikið.... Mér finnst gott að deila skoðunum mínum og fá að vita hvað öðrum finnst. Ef ég veit eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega merkilegt, þá deili ég því (að sjálfsögðu ekki leyndarmálum annarra, bara það sem almennt telst merkilegt) með fólki sem vill hlusta. Mér finnst merkilegt að vita hvernig fólk metur lífið og finnst fátt betra en að hlusta á það hvað fólk vill gera þegar það verður "stórt". Hver eru markmiðin og draumar... því að mínu mati verðum við aldrei stór og markmið og draumar eiga alltaf að vera til staðar. Hvað er betra en að ná einhverjum markmiðum, að ná að lifa drauminn sinn og um leið elska barnið í sjálfum sér og nánunganum.
Mistök eru gerð og munu vera gerð í framtíðinni. Mannkynssagan í heild sinni er frásögn af því þegar við sigrumst á erfiðleikum og gerum mistök og lærum af þeim. Mér var plantað á þessa plánetu, á þessum tíma, á þessu landi, með þann tilganga að læra af mistökum annarra og leyfa öðrum að læra af mínum og ég er engin Jesú, ég er bara ég. En þannig er lífð, við eigum að vera lærandi frá því við drögum fyrst andann, þangað til að sálin ákveður að nú sé tími til að yfirgefa farartækið okkar sem er líkaminn. Með því að tala mikið og læra mikið, þá bærast innra miklar tilfinningar, góðar, slæmar, furðulegar... mest þó góðar. Mér finnst leiðinlegast að vera hörundssár og ekki get ég neitað því að það getur gerst. Sérstaklega þegar ég tala mikið og vill vita allt. Maður er nú mannlegur eftir allt saman. Stundum getur stoltið verið fyrir manni, sérstaklega þegar maður ætlar að vera ýkt klár, en kemur út sem algjör kjáni. En öðru fremur og þrátt fyrir allt, þá finnst mér yndislegast að rökræða um lífið okkar og tilveruna.
þangað til næst
steinunncamilla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)