Færsluflokkur: Bloggar
Gjöf Erosar
6.10.2007 | 00:15
Sjá lífið brosa
Kraftaverk lífsins í lifandi mynd
Engill sem fæddist og liggur mér hjá
Örlitlir fingur og örlitlar tær
Örlítið bros og enn minni sál
Færir lífinu lit og lífinu ást
Sannar fyrir sálu og hjarta
Að Eros vekur lífið til lífs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
o3:oo - o4:oo
5.10.2007 | 18:07
í skugga nætur
brjótast hugsanir mínar
á yfirborð myrkursins
það er svo skelfilega venjulegt
að deyja
Allir deyja
staðreynd
í staðreyndafullum heimi
eina sem við ferðalangar vitum
ferðumst frá fæðingu
til endapunkts alheims
en hræðslan
við dauðann
er staðreynd án undankomu
Við eigum
að gleðjast yfir lífinu
ferðinni dýru
gleymum ekki
að anda inn
og út
og hugsa um hamingjuna
svo við deyjum ekki
áður en við deyjum
Ég sef en ég hugsa og sé!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lífsins göngutúr
4.10.2007 | 19:25
Geng hlið við hlið við lífið sjálft
hef leitað af lífinu
Ég bíð bara eftir því að rekast á það.
Ég get ekki beðið eftir því,
að sjá það, snerta það,
Hvernig veit ég að það er lífið
Ég held að ég viti það ekki
í raun
Ég held að enginn viti það
Ég held að vid rekumst á lífið
í lífsins göngu á mót við lífsins þrár
Í draumum,
þá sé ég að lífið er ósnertanlegt
Lífið er ég
Það lifir í stoltri sálu manneskju
sem getur brosað og grátið
þar sem hamingjan ríkir að innan
Ósnertanlegt eins og ég
Því ég er bara einfalt lítið tár
í lífsins hafi af manneskjum
sem mynda lífsins keðju
sumir kalla það mannkyn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vögguvísa Blinda Barnsins
2.10.2007 | 12:57
Hefur þú séð fólk með vængi?
Það eru sannir verndarenglar!
Hefur þú séð alvöru engla?
Þú hefur heyrt, snert en ei séð!
Hvernig þekki ég svo muninn?
Með englunum flýgur þú í hæstu hæðir!
Þau leiddu þig áfram, drottins garð í.
Með ást í hjarta og skynsemi í huga.
Leikrit lífsins, skrifað af þér.
Leikstýrt af ást og himneskri gleði.
Flögrandi fegurð, þú fuglinn minn fagri.
Vængjaslátt hjartans heyrir þú nú.
Hvað ef ég fell úr hæstu hæðum?
Kvíddu ei barn, ég er þér hjá!
Spurningar vakna, svörin ei finn?
Gráttu ei barn, ég er þín móðir!
Segðu mér móðir, hver erum við?
Við erum öll sannir verndarenglar!
Við þurfum ekki augu til að sjá
lífið í réttu ljósi
Því englum erum við hjá!
Með kærleik, ást og virðingu
Við erum fjölskylda
Bloggar | Breytt 25.11.2007 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
o2:oo-o3:oo
27.9.2007 | 00:57
töfrandi tómið
handan þess sem er
hver taug
óþanin
eins og vanstillt
fiðla
við hrjótum
við dreymum
um
forboðið líf
í fjarlægu landi
gleði, firring, blóðregn og báran
gárungar heimsins
táknin öll
sem draga sannleikann
úr viðjum okkar sjálfs
undirmeðvitundin
lygamælir lífsins
draumar
spegill hugsans
á nóttunni
erum við
einungis við sjálf
Ég sef!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
o1:oo - o2:oo
21.9.2007 | 22:50
meðvirk í vörn
orð yfir konu
blind og heimsk
auðvelt að orða
fyrir aðra
ég sé
það sem ég sé
ég veit
það sem ég veit
hvað er til ráða
ég er
sú sem ég er
er allt slæmt
ef ég er sú
eina
sem þekkir
mig
ég er sú
sem ég í raun er
en hver er raunin
þegar á reynir
ég ligg andvaka og velti vöngum yfir skammdeginu og þunglyndi lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
oo:oo - o1:oo
5.9.2007 | 18:49
í hvaða veröld
er ég sú
sem ég
óska
og
vil í raun vera
Í hvaða veraldleik
er leikurinn
að
veröldinni
sá sanni
í raun er enginn
raunveruleiki
í veröld
sem engin er
undraverð
veröld
í faðmi
veraldleiks
í draumaheimi
venjuleikans
Ég sofna löturhægt og byrja að dreyma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23:oo - oo:oo
28.8.2007 | 19:08
stundum
spurjum við
en hræðumst svarið
skelfingu lostin
veit ekki svarið
afhverju
var spurt
en spurði samt
djörfung
dregur mann
áfram
í leit
ef því
sem við ekki eigum
en þráum
á einn
eða annan hátt
erum við aldrei sátt
við það
undirstrikað
sem við vitum
því að
yfirstrikað
við vitum það
en stundum
kemur svarið
og við brosum
Ég leggst upp í rúm og hugsa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22:oo - 23:oo
28.8.2007 | 18:38
Hver ræður ferðinni
hraðlest hugans
á ljóshraða
í gegnum
minningar
fortíð
núið og
drauma
Umferðaljós
veraldleikans
hvar stoppum við
hvar er svarið
við spurningunni
sem er ekki til
vegna aðstæðna
andstæðanna
Hvenær vitum við
hvað á að gera
grænt ljós
á lífið
rautt ljós
á þögnina
gult ljós
á það
sem enginn
veit
Ég fer að búa mig í háttinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Doktor Brian May
24.8.2007 | 12:20
Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum Brian May verður nefndur Doktor á næsta ári. Eitthvað sem mér finnst magnað. Að verða doktor í stjörnufræði, þegar þú ert svona mikil stjarna sjálfur!
Til hamingju með þetta Dr.Brian May
Brian May orðinn doktor í stjörnufræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)