í hæstu hæðir

ég hef mína tvo fætur
fasta á fallegri jörð
um leið og ég hef
virðulega vængi
til að hjálpa mér

svíf ein og með öðrum
í hæstu hæðir
því að ég veit
að ég á allt
sem ég þarf

ég hef trú
á mér
þér og öllum þeim
sem ekki eiga trú á
sjálfum sér

þá er leiðin upp
aðeins upp
því þar á ég
skilið að vera
rétt eins
og þú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf falleg ljóð frá þér sem gaman er að lesa, hlakka til að sjá þau næstu.

Eigðu góðan dag. Kv. Krissa.

Krissa Ólafsd. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:35

2 identicon

Ljóðin þín eru svo falleg, mæli með ljóðabók fyrir næstu jól. Verð með þeim fyrstu sem kaupi. Gangi þér vel.

Kv. KJ.

Kristjana (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Lovísa

Mjög fallegt

Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gott að hafa trú.    Fallegt ljóð.

Marinó Már Marinósson, 11.4.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Fallegt.

Eyrún Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband