ástandið
24.2.2008 | 21:32
Vindur hvæsir með hvassri tungu
í grimmum gaddi, þau öll sungu
orðaslagur í öllu sínu veldi
um jarðar kviku í ísins eldi
Rökkurveggir rjóðrar nætur
rugga deginum í djúpann drunga
vonin er hér og draumurinn sætur
blindaður af vindsins þunga
Athugasemdir
Þetta er magnþrungið hjá þér. Mikill kraftur sem liggur í þessu. Íslenskur vetrarkuldi með von um betri tíð. Frábært hjá þér.
Sigurlaug B. Gröndal, 27.2.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.