Sólstafir
7.2.2008 | 20:27
Skýjaskikkja
yfir drunga dalsins
sólstafir salómons
gylla mitt bros
Orðaröð í draumi
Í hríð og þoku
áfram ég berst
með brosið að vopni
í leit af sumri
Styrkur gefi sáttu barni
í leit af lifandi lífi
ég þakka fyrir
gjafir gjöfular
Ég banka upp á vorið
bið um frið og frelsi
með brosið gyllta
í leit af sumri
Sólstafir sterkir
gefa mér styrk
skilning og gleði
í framtíð fagri
Athugasemdir
Falleg ljóð, hlakka alltaf til að lesa þau og bíð bara eftir þeim næstu.
Kv. Kristjana
kristjana Ó (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:56
Þetta er sannkallað ákall til vorsins. Óskaplega fallegt og einlægt. Takk fyrir þetta.
Sigurlaug B. Gröndal, 10.2.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.