Í Paradís

Í brotum blóðs úr sálarmelju,
paradísarheimt úr helju.
Í sölum þagnarinnar hreinu,
bergmálar tómið í lífi einu.
Saklaus dísin dvelur hjá,
dýrið má í augum sjá.
Pörun saman, firring og fróun,
daunill sálin, hvílík sóun
Söltuð sárin, fokheld orðin.
Tregafull tárin, skotheld gjörðin.
Réttmæli hugans,
gegn mismæli munans.
Skipting fólks, í menn og mýs.
Dveljum saman í Paradís.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Camilla

Svona ef einhver er að velta fyrir sér nýyrðunum hér að ofan!

Melja: (minna en agnarögn / hægt að hnoða í deig)

Munan: (gjörðir/líðan, vegna orða / andlegt ofbeldi)

Steinunn Camilla, 26.11.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

flott !!!

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.11.2007 kl. 21:47

3 identicon

Hæ...

veit ekki hvernig ég rakst á þessa síðu... en í prófum þá hangsar maður óþarflega mikið á netinu.
Langaði bara að segja að ég er algjör ljóðadýrkandi og finnst þessi ljóð hérna endalaust falleg!

Semur þú þau?

kveðja

Sirrý (hans Péturs:)

Sirrý (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband