Spörfugl
24.11.2007 | 15:45
Myrkrið kemur allt of fljótt,
Sól í felum, komin nótt.
Stjörnur blíðar boða frið,
Á silfurfati, ég gef þér mig.
Sker djúpt í sálu mína,
skrattinn tekur í vörslu sína.
Ástarprungur á vörum mínum,
Segja sögur af þér og þínum.
Dropar hafsins, mynda tárin,
Tregafullu söltuð sárin.
Drunginn dvínar, brosið hreina,
óskin sönn, hana á ég eina.
Loksins ljósið bjarta skín,
lífsins spörfugl, ég er þín.
Dansinn dunar, heitur nú,
ákvörðunin mín, er þú.
Athugasemdir
Ég get nú ekki sagt að ég sé mikil ljóðamanneskja en mér þykja þín ljóð mjög falleg og mjög gaman að lesa alltaf ný og ný ljóð eftir þig.
Eigðu góða helgi
Bryndís R (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:56
Þetta ljóð er hrikalega fallegt
Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.