lífsins göngutúr
4.10.2007 | 19:25
Geng hlið við hlið við lífið sjálft
hef leitað af lífinu
Ég bíð bara eftir því að rekast á það.
Ég get ekki beðið eftir því,
að sjá það, snerta það,
Hvernig veit ég að það er lífið
Ég held að ég viti það ekki
í raun
Ég held að enginn viti það
Ég held að vid rekumst á lífið
í lífsins göngu á mót við lífsins þrár
Í draumum,
þá sé ég að lífið er ósnertanlegt
Lífið er ég
Það lifir í stoltri sálu manneskju
sem getur brosað og grátið
þar sem hamingjan ríkir að innan
Ósnertanlegt eins og ég
Því ég er bara einfalt lítið tár
í lífsins hafi af manneskjum
sem mynda lífsins keðju
sumir kalla það mannkyn
Athugasemdir
Takk fyrir þetta fallega, heimspekilega ljóð.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.10.2007 kl. 19:36
Þú ert alltaf að verða flóknari og flóknari persónuleiki.....töff
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 23:50
mín er ánægjan:)
Steinunn Camilla, 5.10.2007 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.