Vögguvísa Blinda Barnsins

Hefur þú séð fólk með vængi?
Það eru sannir verndarenglar!
Hefur þú séð alvöru engla?
Þú hefur heyrt, snert en ei séð!
Hvernig þekki ég svo muninn?
Með englunum flýgur þú í hæstu hæðir!

Þau leiddu þig áfram, drottins garð í.
Með ást í hjarta og skynsemi í huga.
Leikrit lífsins, skrifað af þér.
Leikstýrt af ást og himneskri gleði.
Flögrandi fegurð, þú fuglinn minn fagri.
Vængjaslátt hjartans heyrir þú nú.

Hvað ef ég fell úr hæstu hæðum?
Kvíddu ei barn, ég er þér hjá!
Spurningar vakna, svörin ei finn?
Gráttu ei barn, ég er þín móðir!
Segðu mér móðir, hver erum við?
Við erum öll sannir verndarenglar!

Við þurfum ekki augu til að sjá
lífið í réttu ljósi
Því englum erum við hjá!
Með kærleik, ást og virðingu

Við erum fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fallegt ljóð hjá þér. Má maður skrifa það niður og eiga?

Bryndís R (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Steinunn Camilla

hví ekki :) Takk fyrir að spyrja:)

Steinunn Camilla, 3.10.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Yndislegt ljóð :)

Thelma Ásdísardóttir, 3.10.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og komdu með lag á það........það á lag skilið

Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Steinunn Camilla

heyrðu... góður punktur.. það er bara komið lag á þetta, þetta kom eiginlega í góðum pakka til mín, ljóð og lag, mörg af ljóðunum mínum koma þannig:)

Steinunn Camilla, 4.10.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband