14:oo - 15:oo

það vitjar mín
orð
um frelsið
óskrifað hugarorð
en frelsið
er eign ekki neins
í hvergimannslandi
en öll
við eigum það
Ég þarf að stökkva
fljúga
og sleppa
finna frelsið strjúka mér
og slá mig
ég á það
þarf að finna það
sleppa mér
dyrnar opnast
úr hvergimannslandi
og heim
í hjartað mitt

Ég held áfram að vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Kíktu á barnasögu saxa

Einar Bragi Bragason., 25.7.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband