13:oo -14:oo

því meira sem ég reyni
því tómari
er spegillinn
ég sé það sem
ég er
en ég veit ekki
hver það er
sem starir á móti
blekstorknuð orðin
sitja og bíða
og bíða
flögrandi tónadansinn
smýgur inn
að beini
gleðin heldur fast um mig
ég veit af henni
hlýtt
og gott
að týna sér
við fótskör sjálfsins

Ég fer aftur í vinnuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert alltaf að verða meiri og meiri og meiri og meiri og meiri:)

Einar Bragi Bragason., 23.7.2007 kl. 23:42

2 identicon

Það er alltaf gaman að lesa ljóðin þín.

Nýja myndin er fab.....

Díta (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband