Stefjahreimur
27.6.2007 | 00:08
1.
Frá geimi ljóss og lífs og hljóms
að lífsins kjarna bylgjur falla
sem skákar ilms af blöðum blóms
er barmi að eigin vörum halla
sem bergrödd, er sig hrópar heim
sem himindögg í jarðareim
er jurtir aftur að sér kalla
- - - -
8.
Mitt verk er, er ég fell og fer
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið
mín söngvabrot, sem býð ég þér
eitt blað í ljóðasveig þinn vafið
en innsta hræring hugar míns
hún hverfa skal við upphaf síns
sem báran - endurheimt í hafið.
- - - -
Brot úr einu af mínum uppáhalds ljóðum, eftir eitt merkasta skáld Íslands, Einar Benediktsson.
Ljóðið Stefjahreimur, úr Ljóðmæli II (MCMXLV)
:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.