Skotin
27.6.2007 | 16:08
Þó að árin séu löng
Og tárin æði ströng
Ég gef þér að kynna
Mína einu sönnu ást
Farir mínar ekki sléttar
Því hugrekki og styrk ég þurfti
Til þess eins
Að ná í þig
Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig
Ég græt þig í myrkri
Er stjörnur skína bjart
Ég kyssi þig í ljósi
Er sólin geislum baða
Og því bið ég þig nú
Að elska mig á móti
Og að ég verði sú
Sem þú elskar öll þessi ár
Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig
Hjarta mitt á fati ég býð þér
Með sál mín og hugsun
Allt mitt er þitt.
Þó að ég sé ekki hér
Eða þú ekki hér hjá mér
Þá hjarta mitt er hjá þér
Og þú veist það
Alveg eins og ég
Að ég elska þig
Var að taka til í geymslunni hjá mér og fór þá í gegnum allt skóladótið mitt úr verzló. Fann þar íslensku stílabókina mína og rakst á þetta ljóð sem ég samdi í mars 2001...
Eitt af fáum ljóðum eftir mig sjálfa sem mér finnst svoldið ágætt.
Athugasemdir
þrumugott þú ættir að gefa ljóð þín út á bók..bara hugmynd.
Ólafur fannberg, 27.6.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.