Dansandi lygasaga um dreng...
23.6.2007 | 19:00
Þú stóðst þarna í ljósinu
Brosandi og flottur
Þetta hlaut að vera ímyndun
Þú varst bara of góður
Við dönsuðum saman
Alla nóttina, nær og nær
Við hvísluðumst á
Og kannski meira
Þú leiddir mig áfram
Ég vaknaði ein
Ég bölvaði mér
Þú skrifaðir bréf
Ég hló og ég grét
Þú skrifaðir nafn
Það var ekki þitt
Þú gleymdir númerinu
Og þú baðst ekki um mitt
Þetta var allt satt
Ég fattaði það strax
Þú varst allt of góður
Til að vera í raun til
Svo sá ég þig aftur
Allt of sætur
Allt of flottur
Dansandi, talandi
Vissir ekki neitt
Við dönsuðum saman
Alla nóttina, nær og nær
Við hvísluðumst á
Og kannski meira
Ég leiddi þig áfram
Ég vaknaði á undan
Og skrifaði bréf
Þakkaði fyrir mig
Hló og svo ég fór
Ég skrifaði nafnið
Ég skrifaði númerið
þakkaði fyrir lygina
Þú varst ekki það góður
Allir geta leikið
Allir geta lært
Ég skal sko segja þér
Það var ég sem var góð
Of góð fyrir kjána eins og þig
(annað gamalt síðan ágúst 2005)
Athugasemdir
takk fyrir það :)
Steinunn Camilla, 24.6.2007 kl. 01:01
góð ljóð
Ólafur fannberg, 25.6.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.