Blindflug


Veistu!
Hvernig það er,
Að ekki sjá.
Að líta ekki lífið
Í ljósi.

Að sjá ekki birtuna
Sólina og skýin
Að sjá ekki daginn
Í ljósi.

Blindflug!
Það er það eina
Sem ég sé.
Blindflug!
Það er það eina
Sem lífið lætur eftir mér
Blindflug!
Það er það eina
Sem ég lifi eftir
Í mínum eigin veruleik.

Veistu!
Hvernig það er
Að sjá í raun
Sannleikann um lífið
Í ljósi

Að sjá fólkið
Sem býr bak við andlitin
Að sjá sálin sjálfa
Í ljósi

Ekki margir trúa því
Að ljósið leynist hér
Að það leynist innra með mér
Ekki margir trúa því
Að að ég sjái þig
Alveg eins og þú sérð mig.
Eins og þú sérð mig
Í ljósi

Blindflug!
Það er það eina
Sem ég sé.
Blindflug!
Það er það eina
Sem lífið lætur eftir mér
Blindflug!
Það er það eina
Sem ég lifi eftir
Í mínum eigin veruleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég var að skoða ljóðin þín. Ég rakst á blog síðuna á Vísi.is. Mikið eruð þau djúp og sönn. Las  ljóðið Blindflug og það er svo margt í því.  Það eru alltof margir sem sjá ekki ljósið í tilverunni, ljósið í daglega lífinu og ganga í myrkri. Haltu endilega áfram. Hlakka til að lesa meira.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.6.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Steinunn Camilla

Þakka þér kærlega fyrir falleg orð Sigurlaug. Takk, takk:)

Steinunn Camilla, 20.6.2007 kl. 12:55

3 identicon

Hæ Hæ Steinunn falleg ljóð hjá þér og flott heimasíða

Sæunn Veigarsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband