Hér!

Líf er hér, þar og hvergi
Ást er í hjarta, falleg og ljót
Myrkrið er langt, sutt og hverfult
Ljósið er nálægt, bjart og hlýtt

Við erum öll til, en bráðum ekki
allt mun hverfa og koma aftur
lífið er ástfangið ljós í myrkrinu

(gamalt frá 2002)


bara örstutt

Hjartað stoppaði örstutt
svo sló það mig í sálina
ég vaknaði og vissi
að veröldin er mín!

Ég þarf að vita af voninni
og sjálfstæðu frelsinu
Ég þarf að vita spurninguna
áður en ég bið um svörin.

st.c


Sólstafir

Skýjaskikkja
yfir drunga dalsins
sólstafir salómons
gylla mitt bros
Orðaröð í draumi

Í hríð og þoku
áfram ég berst
með brosið að vopni
í leit af sumri

Styrkur gefi sáttu barni
í leit af lifandi lífi
ég þakka fyrir
gjafir gjöfular

Ég banka upp á vorið
bið um frið og frelsi
með brosið gyllta
í leit af sumri

Sólstafir sterkir
gefa mér styrk
skilning og gleði
í framtíð fagri


afskiptalaus geðveiki

Stafabrenglun og orðaflóð
yfirtekur heigula hugsun
hrópar út í myrkrið
í dimma holu án sálar

Persóna tekur yfir persónu
aflið verður dautt
fyrirstaða engin
deilur veruleika og firringar

ég er pan
og ég flauta blóði
ég er rómeo
og lífið er eitrið

Hugrekkið heggur
á sjúklegt stríðið
dregur frostbitinn andann
og opnar helblá augun

svo kemur draugur
aftur í Camelot
ný orrusta í dögun
bardaginn er unninn, í bili
en stríðið hverfur aldrei...

Þetta er "ljótt" ljóð, ég tek vonda hluti af slæmu og set í sundurlaust samhengi, Í kjölfar mikillrar umræðu í samfélaginu um geðsjúkdóma, þá fór ég að hugsa mikið um geðveiki, geðsýki, andlega sjúkdóma.. og það hvatti mig áfram við að setja orðin saman hér að ofan.
Stundum koma ljóðin frá hjartanu, af forvitni um það sem er að gerast í kringum okkur, það sem enginn veit en við viljum vita og þekkja, það sem aðrir eiga og eru en við ekki, og svo koma augnablik þar sem ég virkilega set mér markmið, um hvað ég vil segja með ljóði, þó að ég reyni nú yfirleitt að koma einhverjum álitlegum boðskap í gegn, sem gengur miságætlega.

Það sem ég vil segja með þessu ljóði, að þetta er venjulegt fyrir einstaklingi sem lifir í firringu, en firring fyrir einstakling sem lifir venjulegu lífi... hvað svo sem það er!!!


hvítur hrafn

Ástarbjarmi
flöktir hátt
á Drottins ferðalagi
hlær og grætur
himna tárum
lífsins kertalogi

Í húmi heitu
hugsanir þjóta
á sólarljóssins hraða
sýnir þrá
og bjartar vonir
djúpt í mínu hjarta

Himingeimur
í stjörnufans
glettin eru augun
er lýsa leið
um fjöll og tinda
og sléttur tilfinninga

Byrlega brýtur
fast í vindi
dropar í köldum sjó
hryggur grætur
ástarengilll
harmar eigin orð

Týnd við erum
í dáðum draumi
andartakið eina
púkar og hlekkir
um mig dregur
ljóta andarunga

Andann dregur
veröld sé
í réttu ljósi lífsins
sjáum tár
og blómsins gleði
neistar í hjartaglóðum

Fleygt er orðið
er segir satt
sannur er hrafninn svartur
ástin er blind
og reglur brýtur
ég er hrafninn hvíti

St.C.


Í Paradís

Í brotum blóðs úr sálarmelju,
paradísarheimt úr helju.
Í sölum þagnarinnar hreinu,
bergmálar tómið í lífi einu.
Saklaus dísin dvelur hjá,
dýrið má í augum sjá.
Pörun saman, firring og fróun,
daunill sálin, hvílík sóun
Söltuð sárin, fokheld orðin.
Tregafull tárin, skotheld gjörðin.
Réttmæli hugans,
gegn mismæli munans.
Skipting fólks, í menn og mýs.
Dveljum saman í Paradís.

Fönix


Óskin er spörfugl,
fuglinn er frjáls,
frjálst er valið,
valið er lífið,
lífið er ég,
og ég vel Fönix!

Spörfugl

Myrkrið kemur allt of fljótt,
Sól í felum, komin nótt.
Stjörnur blíðar boða frið,
Á silfurfati, ég gef þér mig.

Sker djúpt í sálu mína,
skrattinn tekur í vörslu sína.
Ástarprungur á vörum mínum,
Segja sögur af þér og þínum.

Dropar hafsins, mynda tárin,
Tregafullu söltuð sárin.
Drunginn dvínar, brosið hreina,
óskin sönn, hana á ég eina.

Loksins ljósið bjarta skín,
lífsins spörfugl, ég er þín.
Dansinn dunar, heitur nú,
ákvörðunin mín, er þú.

 


o5:oo - o6:oo

Undraveröld
gamla barnsins
Upphaf og endir
hindranir og hrós
Ævintýraland
unga öldungsins
Allt er ekkert
og ekkert
er nú
Það sem nú er
var þá
þegar núið
lét undan framtíðinni
eftir að hafa
tekið á
fortíðinni
Lífið er
leikur
með örlagans reglum
þar sem enginn er
ódauðlegur
í eðlisheimi
okkar
eigin hugarheims
skynjun
á ótta og gleði
þráin að lifa
og elska
að vera við
sjálf
í okkar eigin
alheimsferðalagi
það er
umbun
okkar allra.

Ég sef vært og mun brátt vakna!


o4:oo - o5:oo

Blóm eru svo skrítin
í snjó
svo langt frá huga
mínum
eins og týndur dropi
í sjó
Hávaðinn
allt svo hljótt.
allt er svo
myndrænt
allt hið fallega
svo ljótt
lífsins ljóð
um lífið,
mig, þig og þau
andadráttur og
blóð
flögrandi fiðrildi
og fegurð
mig dreymir
um eldinn
sem verður
á endanum
einungis
glóð

Ég held áfram að dreyma!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband