Kreppa III

týnd er þolimæðin
þrautir þungar
heiminn við berum sáran

djúpt við féllum
í holu dimma
finnum varla botninn

klórum hátt
í brennda veggi
vonumst eftir birtubroti

við þraukum þreytt
við lifum leið
við sjáum birtu bjarta

við getum allt
við hættum aldrei
við munum ná til baka


Dýrið

Öreigans tilfinning
er það að vera þú
öngstræti án vonar
dýrið
það ert þú

Ég hunsa þig í draumi
en heilsa hjartans
herópi
um uppgjör mitt og mannsins
sem sálina hann beygði
en ekki braut


Kreppa II

Það var í vetrarhörkunni
sem allt breyttist
og æskan fór að slást við fullorðinsárin

Ég áttaði mig á því að lífið
er furðulegt eintak af óútskýranlegu ævintýri
sem engan endi tekur......

Kreppa I

Mynd af brotnu bákni
speglast í augum
barna samfélagsins

Þar sem tárin renna
kreppast tilfinningarnar saman
og um stund,
eitt augnablik,
frjósum við öll

Morguninn

Tunglið gælir við morguninn
kveður og hneigir sig
um leið
og sólin á í hatrömmu stríði
við síðustu daggardropa næturinnar

Dimman hylur sólina um stund
eins og blindum er hulin sýn
sem ekkert annað þekkir

Svartasta myrkrið,
sem kemur alltaf fyrst í mark
fellur fyrir
björtustu birtunni

Við fögnum öll
því nýja
því bjarta
því hlýja
Við fögnum öll
deginum
og kveðjum nóttina

brosandi.


júlíus

Fávís gleðin
spyr mig
"hví ekki bros"

Ég sný mér við
og gef henni
einn á'ann


vargar

Reikulir skuggar
dansa
við gný þagnarinnar
í flauelsmjúku myrkrinu

Birtan lýsir upp
tómið í  engu
og birtan rennur
saman við myrkrið


Eigingirni

Hvað þögul moldin geymir
kalið hjartað, grafið liggur
í hlekkjum andans, sálin sundrast
dreifist hátt til himna.

Agnir örsmárra tára
frýs við fegurð falda
við andadráttsins skil
kveður að lífsins kvöldi


regn

Eins og dropar
rigningarinnar
Kítla kossar þínir
varir mínar

Hver dropi, hver koss
einlæg upplifun
og aldrei eins

Tilfinningin
um eitthvað svo nýtt
sem ævinlega
hefur verið
hluti af mér, þér
og himnanna skýjum

Tár skýjanna
svo einstök og tær
en rigning sálarinnar
rennur sölt

Svo kemur hendin
og hvílir ofurlétt
á vanga mínum

og hjartans hugsunin
verður heiðskýr
og brosið ósalt


sáðlát og syndaföll

 

Samdi nýjan texta við "Brim og Boðaföll" hið ágæta Þjóðhátíðarlag 2008 (Gripin eru með svo allir geti lært réttan texta fyrir þjóðhátíð)

Alltaf gaman að gera smá grín Wink

 

F C G

Bjór, lýstu mína leið

F C G

Svo meydóminn missi ég með þér

F C G

Nótt, leiðin verður greið

F C G

Mér liggur lífið á, hann vil ég ekki missa, með sjálfri mér

 

Viðlag:

Am F

Komin þessa leið

C G

Einfaldlega til að segja þér

Am F

Án þín væri ég ung og hrein mey

C G

En ekki þegar þú ert hér hjá mér

 

F C G

Fyrst er ég reyndi heitt við þig

F C G

Þá innra með mér fann, að eitthvað snerti mig

F C G

Varst það þú eða bjórinn minn

F C G

Eða var það bara litli vinur þinn

 

Viðlag:

Am F

Komin þessa leið

C G

Einfaldlega til að segja þér

Am F

Án þín væri ég ung og hrein mey

C G

En ekki þegar þú ert hér hjá mér

 

Ræfill:

Dm Am Dm

Er nóttin læðist að og í tjald þú býður inn

C G F

Þú brosir til mín eins og í fyrsta sinn

C G

Lífið byrjar hér, í mér, í Herjólfsdal

 

Viðlag:

Am F

Komin þessa leið

C G

Einfaldlega til að segja þér

Am F

Án þín væri ég ung og hrein mey

C G

En ekki þegar þú ert hér hjá mér

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband